Fjármálastjóri

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Torfnes -, 400 Ísafjörður


Fjármálastjóri við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Við leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og framsýnum leiðtoga til að leiða fjármálasvið Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Fjármálastjóri heyrir undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, umbætur í rekstri og ánægju starfsmanna. Fjármálastjóri ber ábyrgð á verkefnum fjármálasviðs sem felast meðal annars í fjárhagslegum rekstri, bókhaldi, launavinnslu, áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum auk umbótaverkefna á sviði fjármála. Þá mun hluti annarrar stoðþjónustu einnig heyra undir fjármálastjóra. Við leitum því að einstaklingi sem hefur góða leiðtoga- og samskiptafærni þar sem starfið er krefjandi með tækifærum til að þróa og innleiða nýja ferla og bætt vinnulag.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

 • Áætlanagerð, umsjón með fjármálum og ábyrgð á daglegum rekstri
 • Ábyrgð á launavinnslu, bókhaldi og gerð ársreiknings
 • Innra eftirlit og rýni á rekstri stofnunarinnar í heild og einstakra eininga
 • Dagleg stjórnun og mannaforráð með starfsmönnum á fjármálasviði
 • Samningagerð og ýmis samskipti við viðskiptaaðila og stofnanir
 • Virk þátttaka í stefnumótun, m.a. með setu í framkvæmdastjórn
 • Getur gengið í störf annarra starfsmanna sviðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskipta eða hagfræði; framhaldsmenntun æskileg
 • Reynsla af fjármálastjórn, bókhaldi, launavinnslu og/eða mannaforráðum
 • Reynsla af úrvinnslu og framsetningu gagna
 • Áhugi á umbótaverkefnum og teymisvinnu
 • Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Áhugi á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að störf hefjist í ágúst 2019. Hægt er að hafa starfstöð á Ísafirði eða Patreksfirði.

Umsóknarfrestur er til 7. júní 2019. Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi. Umsóknum er skilað á netfangið umsokn@hvest.is  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gylfi Ólafsson forstjóri í síma 450-4500 og á netfanginu gylfi@hvest.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði. Hjá stofnuninni starfa ríflega 250 manns, og veltir hún um 2,4 milljörðum króna í ár. Innan heilbrigðisumdæmisins eru sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.

Það er kraftur í samfélögunum fyrir vestan. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring, sérstaklega á sviði tónlistar. Fjölbreytt atvinnutækifæri eru á svæðinu, og börnin njóta sín í skólunum.

Umsóknarfrestur:

07.06.2019

Auglýsing stofnuð:

16.05.2019

Staðsetning:

Torfnes -, 400 Ísafjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi