Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður heila- og taugaskurðlækninga og æðaskurðlækninga
Við viljum ráða heilbrigðisritara/ skrifstofumann til starfa sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í þverfaglegu umhverfi heila- og taugaskurðlækningar og æðaskurlækningar. Á sviðinu starfa samhent teymi starfsfólks sem veita heilbirgðisþjónustu allan sólarhringinn.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun og gott starfsumhverfi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.