Arion Banki
Arion Banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu. Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.
Arion Banki

Hefur þú góða ritfærni og áhuga á upplýsingamiðlun?

Við leitum að aðila sem hefur mjög góða ritfærni ásamt því að hafa brennandi áhuga á upplýsingamiðlun. Viðkomandi mun koma til með að starfa í deild samskipta- og sjálfbærnimála á skrifstofu bankastjóra. Um er að ræða tímabundið starf í 3-4 mánuði og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skrif greina og frétta
Innri samskipti og upplýsingagjöf til starfsfólks
Ytri upplýsingagjöf
Ýmis önnur verkefni sem heyra undir samskiptasvið
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðeigandi menntun og reynsla
Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni
Góð samskiptafærni
Auglýsing stofnuð2. júní 2023
Umsóknarfrestur11. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.GreinaskrifPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Upplýsingamiðlun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.