Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Hefur þú brennandi áhuga á vefumsjón og markaðsmálum ?

Umhverfis- og skipulagssvið auglýsir eftir sérfræðingi í þjónustu- og markaðsdeild. Helstu verkefni eru þróun og viðhald á vefsíðum umhverfis- og skipulagssviðs og að starfa að markaðsmálum sviðsins. Deild þjónustu- og markaðsmála tilheyrir skrifstofu stjórnsýslu og gæða. Á umhverfis- og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem auðga mannlífið í borginni. Leiðarljósin eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg og þar gegnir starfsfólkið lykilhlutverki með einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á þjónustulund, teymisvinnu og vandaða og góða þjónustu í fjölskylduvænu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vefumsjón og þróun á vefsíðum umhverfis-og skipulagssviðs
  • Vinna að markaðsmálum umhverfis- og skipulagssviðs í samræmi við miðlæga mörkunarstefnu borgarinnar
  • Stjórnun viðburða á sviðinu
  • Styðja við verkefni tengd framúrskarandi þjónustu á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af vefsíðugerð og vefumsjón
  • Reynsla af markaðsmálum
  • Reynsla af stjórnun viðburða
  • Færni í að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt
  • Reynsla af grafískri hönnun er kostur
  • Reynsla af þjónustustjórnun er kostur
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskipum og mikil þjónustulund 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta, C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta C1 Evropski-tungumalaramminn.pdf
Auglýsing birt2. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar