

Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. Á stöðinni starfa, auk lækna, hjúkrunarfræðinga og ritara, sálfræðingar, félagsráðgjafi, sjúkraþjáfarar, lyfjafræðingur og sjúkraliði. Mikil áhersla er lögð á samvinnu allra fagstétta til að finna sem farsælasta lausn mála með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi. HH Efstaleiti leggur því mikla áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu.
Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.




















