Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík í meira en 50 ár og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni
Hefur þú áhuga á vinnuvélum?
Við óskum eftir öflugum bifvélavirkja, vélvirkja eða vélfræðing til starfa á Vinnuvélaverkstæði álversins í Straumsvík. Unnið er í dagvinnu alla virka daga.
Starfið er fjölbreytt, krefst nákvæmni og mikillar öryggisvitundar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald á bæði fjöldaframleiddum vinnuvélum og sérútbúnum farartækjum fyrir álvinnslu
- Bilanagreiningar á rafmagns- og vökvakerfum vinnuvéla
- Þekking á tölvubúnaði s.s við bilanagreiningar
- Læsi á rafmagns- og vökvakerfisteikningar
- Samskipti við framleiðsludeildir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélavirkjun eða vélvirkjun er skilyrði
- A.m.k 5 ára starfsreynsla í faginu
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til að vinna í hópi
- Góð reynsla af viðgerðum vinnuvéla
- Hæfni til að takast á við nýjar áskoranir í rafvæðingu vélaflotans
- Góðir samskiptahæfileikar
- Almenn tölvuþekking kostur
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Áætlunarferðir til og frá vinnu
- Frítt fæði í mötuneyti
- Fæðingarorlofsstyrkur í 18 vikur sem tryggir óskert laun á tímabilinu
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSveinsprófVélvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Viðgerðarmaður á Vélaverkstæði
Vélavit ehf
Elvit óskar eftir rafvirkja til starfa
Elvit
Bifvélavirki Kia og Honda verkstæði
Bílaumboðið Askja
Spennandi tækifæri fyrir bifvéla- eða vélvirkja
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Vélstjóri/tæknimaður í tæknideild Brims hf. á Vopnafirði
Brim hf.
Tjónaskoðun
Toyota
Lífland óskar eftir vélvirkja á Akureyri
Lífland ehf.
Lífland óskar eftir vélvirkja
Lífland ehf.
Bifvélavirki óskast / Mechanic wanted.
Icerental4x4
Vilt þú stuðla að vinnuvernd með skoðun vinnuvéla?
Vinnueftirlitið
Iðnaðarmaður / iðnfræðingur /tæknifræðingur / verkfræðingur
Verne Global ehf.
Starf í gufuveituteymi á Mývatnssvæði
Landsvirkjun