

Hefur þú áhuga á geðhjúkrun?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa við Heimahjúkrun. Um er að ræða 80-100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á og reynslu af geðhjúkrun. Starfið býður upp mikla möguleika við áframhaldandi þróun og eflingu geðhjúkrunar innan heimahjúkrunar þar sem áhersla er lögð á samvinnu, teymisvinnu og samþættingu þjónustunnar í málaflokknum.
Heimahjúkrun HH sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Miðhrauni 4, Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun. Þar eru forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf höfð að leiðarljósi.





















