
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Hefur þú áhuga á geðheilbrigðismálum? Spennandi starf á íbúðarkjarna í Laugardal
Við á íbúðarkjarnanum við Hallgerðargötu óskum eftir stuðningsfulltrúa í 60% starf frá desember 2025. Um er að ræða framtíðarstarf þar sem unnið er á morgun og kvöldvöktum sem og eina helgi í mánuði. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf þar sem veitt er einstaklingsmiðuð þjónusta. Megin hlutverk íbúðarkjarnans er að styðja, valdefla og veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf, innan sem utan heimilis með því að auka samfélagsþátttöku líkt og með atvinnu, njóta menningar og félagslífs. Lögð er áhersla á gott vinnuumhverfi, virðingu, samvinnu, heilsueflingu og sveigjanleika í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda.
- Hvetur og styður íbúa til sjálfsstæðis og félagslegrar virkni með valdeflingu að leiðarljósi.
- Leiðbeinir og aðstoðar íbúa við heimilishald, læknisheimsóknir og fleira.
- Er leiðandi í starfsmannahópnum þegar að kemur að því að vinna eftir verklagi og hugmyndafræði starfsstaðarins.
- Tekur þátt í þróun úrræðisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi og þekking á geðheilbrigðismálum.
- Reynsla af starfi með einstaklingum með geðfötlun kostur.
- Reynsla af umönnun kostur.
- Rík þjónustulund, jákvæðni, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
- Íslenskukunnátta B1-2 (samkvæmt samevrópskum matsramma um tungumálaviðmið).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar.
- Heilsu – og samgöngustyrkur.
- Matur innifalinn á vöktum.
- Sundkort.
- Menningarkort.
- Starf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem möguleikarnir eru margir.
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hallgerðargata 1A
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Starfsmaður umönnun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúa vantar á Kleppsveg 90
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Skemmtilegt hlutastarf í þjónustukjarna
Mosfellsbær

Tanntæknir á tannlæknastofu í Kópavogi
LBE tannréttingar ehf.

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Fjölbreytt og skemmtilegt starf á Tannlæknastofu
Tannlæknastofa Grafarvogs

Hjúkrunarfræðingur - Innrennsliseining dagdeildar gigtar
Landspítali

Starfsmaður óskast til starfa í Miðstöðina - úrræði fyrir fatlað fólk
Hafnarfjarðarbær

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Ert þú hjúkrunarfræðingurinn sem við leitum eftir!
Landspítali

Starfsmaður í eldhúsi - Framtíðarstarf
Hrafnista

Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á morgunvaktir
NPA miðstöðin

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Bílstjóri með meirapróf
Vatnsvirkinn ehf