Travelshift
Travelshift

Forstöðumaður reikningshalds

Ertu tilbúin/n til að leiða bókhaldsteymi í fremsta fyrirtæki landsins í ferðatækni? Travelshift leitar að reyndum og metnaðarfullum einstaklingi með leiðtogahæfni til að stýra reikningshaldi sínu.

Ef þú ert reynslubolti í fjármálum og bókhaldi, með ástríðu fyrir ferðalögum og tækni viljum við endilega heyra frá þér.

Forstöðumaður reikningshalds heyrir beint undir fjármálastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Þróun og innleiðing fjármálastefnu, gerð verklagsreglna og innri stjórnun til að tryggja samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).
 • Undirbúningur reglubundinna uppgjöra og skýrslugerð í Bandaríkjadal (USD).
 • Umsjón með VSK skilum, ásamt undirbúningi á greiðslum til birgja og launavinnslu.
 • Umsjón með endurskoðun félagsins og samskipti við endurskoðendur.
 • Ráðgjöf og leiðsögn til annarra starfsmanna varðandi bókhaldstengd málefni.
 • Uppbygging og stuðningur við jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi.
 • Samstarf við fjármálastjóra og aðra stjórnendur til að styðja við stefnumótandi fjármálaákvarðanir.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólagráða í fjármálum, reikningshaldi, endurskoðun eða tengdu sviði. Framhaldsmenntun í endurskoðun er kostur.
 • Reynsla af bókhaldsstörfum eða sambærilegu starfi í alþjóðlegu umhverfi er kostur.
 • Metnaður til að vaxa í starfi og tileinka sér reikningshald í erlendri mynt.
 • Kunnátta í Microsoft Dynamics.
 • Framúrskarandi samskipta- og greiningarhæfni.
 • Hæfni til að blómstra í hröðu umhverfi og leiða umbætur.
 • Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing stofnuð10. maí 2024
Umsóknarfrestur23. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar