atNorth
atNorth
atNorth

Háspenntur rafvirki á Akureyri

atNorth er að stækka á Akureyri og leitar því að brautryðjendum til að starfa í heimi gervigreindar og gagnavera. Við höfum sett okkur markmið um að vera leiðandi í uppbyggingu innviða fyrir gervigreind á alþjóðavísu og nú setjum við saman teymi sem mun sjá um að smíða þá innviði.

atNorth óskar eftir háspenntum rafvirkja í teymið í gagnaver okkar á Akureyri.

Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Hlutverkið hentar öllum kynjum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þú ert að fara setja upp búnað og lagnir, og fylgjast með háspennubúnaði fyrir gervigreindarklasa og öflugt skjákortanet með loft- og vatnskælingu í gagnaveri okkar á Akureyri. Áreiðanleg rafkerfi eru mikilvægur hlekkur í starfsemi gagnavera okkar og mikilvægt að uppsetning þeirra, viðhald og rekstur séu með skilvirkum og öruggum hætti. 

Háspenntir rafvirkjar hjá atNorth gera meðal annars þetta:

  • Uppsetning á rafkerfum fyrir tölvur framtíðar
  • Eftirlit og viðhald rafkerfa, þá einnig háspennukerfa
  • Tryggja öryggi og stuðla að bættu verklagi
  • Vinna með viðskiptavinum
Menntunar- og hæfniskröfur

Þú þarft að vera með þekkingu og reynslu af háspennu til að koma til greina. Við kunnum að meta góða liðsfélaga sem eru áhugasamir um að læra og vaxa í heimi gagnavera og gervigreindar.

  • Menntun í rafvirkjun
  • Þekking og reynsla af háspennu
  • Færni í ensku við lestur og skrif
  • Vinna vel í teymi og að geta gleðst með vinnufélögunum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði við störf
Fríðindi í starfi

atNorth er leiðandi norrænt gagnaversinnviðafyrirtæki sem býður upp á sjálfbæra, hagkvæma, skalanlega ofurtölvu-innviðaþjónustu og hýsingu víðsvegar um Ísland, Svíþjóð, Finnland og erum að opna í Danmörku. Sjálfbærni á sinn sess í grunnstefnu atNorth og keyra öll okkar gagnaver á endurnýjanlegum orkugjöfum sem falla vel að hringkerfum heimsins. Öll gagnaverin okkar nýta sér framúrstefnulega hönnun, hagnýta orkunýtingu og snjalla rekstrarstjórnun til að skapa innviði sem skila virði til lengri tíma og sveigjanlegar hýsingarlausnir.

atNorth er samheldin hópur sem tekur árangursmiðaðar ákvarðanir til að byggja upp sinn vinnustað. atNorth er ábyrgur vinnustaður og býður upp á fjölskylduvænt umhverfi. Hjá okkur færðu góð vinnutæki og aðbúnað til að geta unnið þína vinnu.

Helstu kostir þess að vinna hjá atNorth eru:

  • Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
  • Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
  • Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
  • Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
  • Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
  • Fjarskiptapakki og símastyrkur
  • Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
  • Tækifæri til þess að ferðast til gagnavera okkar á Norðurlöndum

atNorth er með höfuðstöðvar sínar á Íslandi og eru viðskiptavinir þess leiðandi alþjóðleg fyrirtæki sem treysta atNorth fyrir sínum mikilvægustu vinnuferlum. atNorth var stofnað árið 2009 og var keypt af Partners Group árið 2022. Frekari upplýsingar er að finna á atNorth.com, LinkedIn og á Facebook.

Auglýsing birt11. júlí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarvellir 1
Steinhella 10, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Rafvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar