Deildarstjóri launadeildar Háskóla Íslands

Háskóli Íslands Sæmundargata 2, 101 Reykjavík


Háskóli Íslands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra launadeildar. Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum stjórnanda.

Launadeild Háskóla Íslands ber ábyrgð á launavinnslu allra starfsmanna Háskóla Íslands í nánu samstarfi við stjórnendur miðlægrar stjórnsýslu og fræðasviða Háskóla Íslands. Launadeild veitir upplýsingar og þjónustu til starfsmanna og stjórnenda um laun og önnur kjarasamningbundin réttindi, auk þess að annast samskipti við ytri hagsmunaaðila sem málaflokknum tengjast, s.s. lífeyrissjóði og aðrar stofnanir. Í deildinni starfa sex starfsmenn auk deildarstjóra.


Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarstjóri launadeildar ber ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri launadeildar. Hann setur deildinni markmið um gæði, öryggi og góða þjónustu og tryggir að þjónusta launadeildar sé áreiðanleg, örugg og traust. 

Deildarstjóri mótar verklag deildarinnar í takt við þróun á þeim vinnslukerfum sem eru notuð hverju sinni og tekur virkan þátt í þróun og notkun Oracle, starfsmanna- og launakerfi ríkisins. Deildarstjóri tekur þátt í teymisvinnu við hin ýmsu svið skólans í tengslum við þau málefni sem falla undir starfssviðið. 


Hæfnikröfur
>> Háskólapróf er nýtist í starfi 
>> Leiðtogahæfni, jákvætt viðmót og samskiptahæfni
>> Frumkvæði og metnaður í starfi
>> Þekking og reynsla af launavinnslu æskileg
>> Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti
>> Góð tölvukunnátta og þekking á helstu tölvuforrit, s.s. excel
>> Þekking á kjarasamningsumhverfi ríkisins er kostur
>> Þekking á Oracle, starfsmanna- og launakerfi ríkisins, er kostur


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn fylgi ferliskrá, upplýsingar um nám og fyrri störf, staðfest afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn umsækjanda á starfið. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: https://www.hi.is/node/303261#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands


Starfshlutfall er 100%


Nánari upplýsingar veitir
Jenný Bára Jensdóttir - jbj@hi.is - 525 4094

Umsóknarfrestur:

25.02.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Sæmundargata 2, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi