Arnarskóli
Arnarskóli
Arnarskóli

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla

Tenglar - utanumhald og ábyrgð á nemendum með þroskafrávik

Við leitum að umhyggjusömu og metnaðarfullu starfsfólki til að vinna við þjálfun og kennslu barna með einhverfu og önnur þroskafrávik.

Tenglar í Arnarskóla halda utan um nám og leik eins nemanda í samstarfi við atferlisfræðing og kennara. Unnið er í teymi 5-6 nemenda og starfsfólk teymisins þekkir alla nemendur þess vel.
Nýjir tenglar fá kennslu í aðferðum sem notaðar eru, og allir tenglar fá reglulega fundi með atferlisfræðing.

Arnarskóli er sérskóli sem sinnir börnum með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum ríka áherslu á að sníða nám og frístundastarf að þörfum hvers og eins nemanda og fjölskyldu hans.
Okkur er umhugað að nemendur okkar upplifi öryggi og samfellu í námi og leik, og því bjóðum við upp á þjónustu allt árið. Unnið er eftir aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi (t.d. Þroskaþjálfar, sálfræði menntaðir, sérkennarar, tómstundafræðingar)
Góð samskiptafærni
Frumkvæði
Sveigjanleiki
Brennandi áhugi á vinnu með börnum
Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á umgjörð náms, einstaklingsáætlunar og frístundastarfs umsjónarnemanda í samvinnu við atferlisfræðing og umsjónarkennara
Skráning og framvinda náms
Samskipti við foreldra og aðra fagaðila
Almenn kennsla og frístundastarf með nemendum
Fríðindi í starfi
Morgunmatur, hádegismatur og seinnipartshressing
Auglýsing birt7. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Kópavogsbraut 5B, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar