

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Tenglar - utanumhald og ábyrgð á nemendum með þroskafrávik
Við leitum að umhyggjusömu og metnaðarfullu starfsfólki til að vinna við þjálfun og kennslu barna með einhverfu og önnur þroskafrávik.
Tenglar í Arnarskóla halda utan um nám og leik eins nemanda í samstarfi við atferlisfræðing og kennara. Unnið er í teymi 5-6 nemenda og starfsfólk teymisins þekkir alla nemendur þess vel.
Nýjir tenglar fá kennslu í aðferðum sem notaðar eru, og allir tenglar fá reglulega fundi með atferlisfræðing.
Arnarskóli er sérskóli sem sinnir börnum með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum ríka áherslu á að sníða nám og frístundastarf að þörfum hvers og eins nemanda og fjölskyldu hans.
Okkur er umhugað að nemendur okkar upplifi öryggi og samfellu í námi og leik, og því bjóðum við upp á þjónustu allt árið. Unnið er eftir aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.











