Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Harpa leitar að kraftmiklum mannauðs- og gæðastjóra

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús vill bjóða velkominn í hópinn nýjan liðsmann sem hefur ástríðu fyrir því að gera góðan vinnustað enn betri. Um er að ræða ábyrgðarfullt starf sem krefst jákvæðni, framsækinnar hugsunar, og leiðtogafærni. Ef þú hefur brennandi áhuga á að leiða mannauðs- og gæðaverkefnin í Hörpu - viljum við endilega heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu og gæðamála.  

  • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks.  

  • Efla og viðhalda góðum starfsanda. 

  • Umsjón með jafnlaunakerfi.  

  • Umsjón með ráðningum, starfsþróunar-, vinnuverndar- og fræðslumálum.  

  • Mótun ferla, innleiðing umbótaverkefna og árangursmælinga. 

  • Þekking á kjarasamningum (Rafís og VR) og samskipti við stéttarfélög og eftirlitsstofnanir. 

  • Önnur tengd verkefni. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • A.m.k. 3 - 5 ára reynsla af mannauðsmálum. 

  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun og ferlavinnu. 

  • Þekking og áhugi á gæðamálum og sjálfbærni. 

  • Áhugi og færni í að nýta tæknilausnir í starfi. 

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.  

  • Metnaður til að ná árangri í starfi og góðir skipulagshæfileikar.  

  • Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.  

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.  

  • Hæfni og geta til að vinna undir álagi.  

  • Mjög gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti. 

Auglýsing birt18. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannauðsstjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar