Úrræðagóður starfskraftur í þjónustuver

Halló Nóatún 17, 105 Reykjavík


Við hjá Halló vinnum við að búa til ánægða viðskiptavini fyrir fyrirtæki og stofnanir sem hafa metnað fyrir góðri þjónustu.

Við erum að leita eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að slást í hópinn og aðstoða okkur við að búa til ánægða viðskiptavini. Vinnutími er frá 11 - 19 virka daga.

Starfið felst í fjölbreyttum samskiptum í gegnum síma, netspjall ofl. fyrir hönd viðskiptavina Halló. Starfið er óháð búsetu eða vinnustað og getur því starfsfólk unnið um allan heim.

Sanngjörn laun fyrir gott fólk, skemmtilegir samstarfsfélagar og krefjandi fjölbreytt verkefni. 

Endilega hafðu samband ef þú vilt sækja um starfið eða hefur spurningar. Hlökkum til að heyra frá þér.

Við hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um starfið.


Auglýsing stofnuð:

14.08.2019

Staðsetning:

Nóatún 17, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi