
Hagvangur
Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 8 sérfræðingar við ráðningar og stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og hefur þjónustað hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira.
Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breitt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra þátta sem við erum gríðarlega stolt af. Við höfum það að leiðarljósi að leggja stöðuga áherslu á nýjungar í þjónustu og áreiðanleika í öllum þeim störfum sem við tökum okkur fyrir hendur.
Í upphafi beindust sjónir Hagvangs mest að ráðningum. Fyrst í stjórnunar- og sérfræðistörf en fljótlega fór Hagvangur að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við ráðningar á öllum sviðum atvinnulífisins.

Framkvæmdastjóri - Mentor á Íslandi
FRAMKVÆMDASTJÓRI - MENTOR Á ÍSLANDI
Mentor á Íslandi óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir íslenska dótturfélagið. Leitað er að öflugum einstaklingi í krefjandi stjórnunarstarf, þar sem samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Daglegur rekstur og áætlanagerð
- Samskipti við viðskiptavini og umsjón með þjónustuborði
- Samningagerð og eftirfylgni með samningum
- Skýrslugjöf og miðlun stjórnendaupplýsinga
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntun og hæfniskröfur
- Háskólamenntun
- Mikil reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla af samningagerð
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku í bæði töluðu og rituðu máli
- Framúrskarandi leiðtogahæfileikar
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - [email protected]
Mentor er ört vaxandi upplýsingatæknifyrirtæki og er með starfsstöðvar í fimm löndum. Auk höfuðstöðvanna á Íslandi starfar fyrirtækið í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandi en Mentor er í fremstu röð á sviði upplýsingakerfa fyrir skóla.
Auglýsing birt2. febrúar 2019
Umsóknarfrestur11. febrúar 2019
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Birtingastjóri
Kontor Auglýsingastofa ehf

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Viðskiptastjóri
Pósturinn

Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Skagafjörður

Framkvæmdastjóri
Félagsstofnun stúdenta

Framkvæmdastjóri
Hopp

Sales Coordinator for Hefring Marine
Geko

Airport Manager - Keflavík Airport
PROSEGUR CHANGE ICELAND ehf.

Vef- og markaðsstjóri Múrbúðarinnar
Múrbúðin ehf.

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali