Framkvæmdastjóri - Mentor á Íslandi

Hagvangur Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík


FRAMKVÆMDASTJÓRI - MENTOR Á ÍSLANDI

Mentor á Íslandi óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir íslenska dótturfélagið. Leitað er að öflugum einstaklingi í krefjandi stjórnunarstarf, þar sem samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Daglegur rekstur og áætlanagerð
 • Samskipti við viðskiptavini og umsjón með þjónustuborði
 • Samningagerð og eftirfylgni með samningum
 • Skýrslugjöf og miðlun stjórnendaupplýsinga
 • Önnur tilfallandi verkefni


Menntun og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun
 • Mikil reynsla af stjórnun og rekstri
 • Reynsla af samningagerð
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku í bæði töluðu og rituðu máli
 • Framúrskarandi leiðtogahæfileikar

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Mentor er ört vaxandi upplýsingatæknifyrirtæki og er með starfsstöðvar í fimm löndum. Auk höfuðstöðvanna á Íslandi starfar fyrirtækið í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandi en Mentor er í fremstu röð á sviði upplýsingakerfa fyrir skóla.

Umsóknarfrestur:

11.02.2019

Auglýsing stofnuð:

02.02.2019

Staðsetning:

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sölu- og markaðsstörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi