Sérfræðingur í tekju- og skuldatölfræði

Hagstofa Íslands Borgartún 21A, 105 Reykjavík


Ert þú sérfræðingur í tölfræði eða forritun og hefur áhuga á stórum gagnasöfnum?

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í tekju- og skuldatölfræði. Í starfinu felst tölfræðileg úrvinnsla, greining og hagskýrslugerð um tekju- og skuldatölfræði ásamt öðrum verkefnum á sviði félagsmálatölfræði. Verkefnin eru spennandi og bæði er um að ræða reglubundnar útgáfur og nýsköpun í ótrúlega áhugaverðum málaflokki.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun til dæmis á sviði tölvu-, verk- eða tölfræði, framhaldsmenntun er kostur
 • Mikil greiningarhæfni
 • Reynsla af gagnagrunnsvinnslu (t.d. SQL)
 • Forritunarþekking
 • Þekking og reynsla af tölfræðiforritum
 • Þekking og reynsla af ferlavinnu og/eða gæðastarfi er mikill kostur
 • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu með stór gagnasett er kostur
 • Reynsla af framsetningu tölulegra upplýsinga er kostur
 • Þekking á tekjum, skuldum, skattaumhverfi og launum kostur
 • Samskipta- og samstarfsfærni
 • Frumkvæði, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er æskileg

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019 og skulu umsóknir berast í pósti á: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

 

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

Umsóknarfrestur:

04.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Borgartún 21A, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi