
Fjarðabyggðahafnir
Fjarðabyggðarhafnir eru næststærsta höfn landsins, með tæplega þriðjung af öllum vöruútflutningi landsmanna og sú stærsta ef eingöngu er litið til útflutnings ál- og fiskafurða. Hafnarsjóður Fjarðabyggðar stendur straum af öllum rekstri hafna.
Hafnarstjórn Fjarðabyggðar hefur umsjón með rekstri og uppbyggingu á athafnasvæðum hafna. Leiðarljós hafnarstjórnar er að viðskiptavinum Fjarðabyggðarhafna sé veit framúrskarandi þjónusta á öllum sviðum hafnarstarfsemi. Hlutverk Fjarðabyggðarhafna er að þjónusta fyrirtæki með hafntengda starfsemi, sjá um samskipti við skip eða umboðsaðila þeirra, framkvæmd hafnsögu, aðstoð með dráttarbát, vigtun sjávarfangs og annað sem fellur undir hafnsækna starfsemi.

Hafnarvörður
Fjarðabyggðarhafnir auglýsa laust til umsóknar starf hafnarvarðar við Fjarðabyggðarhafnir. Um er að ræða fullt starf auk bakvakta. Starfið felur í sér hafnarvörslu, vigtun og þjónustu við viðskipavini hafnarinnar ásamt ýmsum öðrum verkum sem til falla á höfnunum.
Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki. Starfsvettvangur eru hafnir innan Fjarðabyggðar.
Um er að ræða tímabundið starf til eins árs frá 1. september 2025, með möguleika á framlengingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við viðskiptavini hafnarinnar s.s. binda og losa skip við komur og brottfarir, afgreiðsla vatns og rafmagns, sorphirða frá skipum, vigtun o.fl.
- Eftirlit og umsjón með skipakomum, vöruflutningum og öðru því sem um höfnina fer, skráning þeirra og afla í aflaskráningarkerfi Fiskistofu
- Stjórn á umferð skipa um höfnina og ákvörðun um legustað þeirra, færsla innan hafnar
- Viðhald, hreinsun og snyrting hafnarbakka og annarra hafnarmannvirkja
- Snjó- og hálkueyðing af hafnarbökkum, bryggjuköntum, pollum og bílvog.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Hafnargæslumannsréttindi í hafnarvernd kostur
- Vigtarréttindi kostur
- Bílpróf
- Góð íslenskukunnátta
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Auglýsing birt27. júní 2025
Umsóknarfrestur13. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSkipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Fastus

Bifvélarvirki óskast
Bíleyri ehf.

Þakpappalagnir
Þakverk apj ehf

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

Verkamenn | Workers
Glerverk

Sölumaður í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Selfoss: Meiraprófsbílstjóri óskast / C driver
Íslenska gámafélagið

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf

Bifvélavirki
Bílaverkstæðið Fram ehf

Borgarnes: Meiraprófsbílstjóri óskast ( C driver )
Íslenska gámafélagið