Sérfræðingur óskast til starfa á fjármálasvið

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Sérfræðingur óskast til starfa á fjármálasvið Hafnarfjarðarbæjar

Fjármálasvið er annað af stoðsviðum sveitarfélagsins og þar starfa um 23 starfsmenn. Sviðinu er skipt í fjárreiðudeild, hagdeild, bókhaldsdeild, launadeild og tölvudeild og heyrir starfið undir rekstrarstjóra hagdeildar. Um er að ræða 100% starf. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Vinna við gerð fjárhagsáætlunar
 • Vinna við umbætur í rekstri
 • Eftirlit og frávikagreining á rekstri 
 • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda
 • Skýrslugerð og úrvinnsla

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði, hagfræði eða tölfræði
 • Mjög góð kunnátta í Excel og almenn tölvukunnátta
 • Reynsla af fjármálalegri umsýslu
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Þekking og reynsla af stafrænni þróunarvinnu æskileg
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Samskipta- og samstarfshæfni
 • Góð íslenskukunnátta og ritfærni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri hagdeildar, gudmundursv@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 7. janúar 2019. Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

07.01.2019

Auglýsing stofnuð:

03.12.2018

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi