Grund - Gefandi og skemmtileg störf í boði

Grund dvalar- og hjúkrunarheimili Hringbraut 50, 101 Reykjavík


Hjúkrunarheimilið Grund óskar eftir hressu og duglegu starfsfólki við umönnun aldraðra.

Unnar eru blandaðar vaktir, morgunvaktir og kvöldvaktir, eftir samkomulagi. Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
  • Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri
  • Stundvísi og metnaður í starfi
  • Reynsla í umönnun er kostur

Greitt er eftir kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Á hjúkrunarheimilum Grundar vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð. Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Íris Benediktsdóttir, mannauðsráðgjafi 

mannaudur@grund.is

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Umsóknarfrestur:

19.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi