Grund dvalar- og hjúkrunarheimili
Grund dvalar- og hjúkrunarheimili
Grund er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða hér á landi. Grund er 100 ára, en heimilið var stofnað árið 1922 þann 29. október. Grund er sjálfseignarstofnun og er elsta starfandi heimili fyrir aldraða á Íslandi. Grund er staðsett að Hringbraut 50, 101 Reykjavík, og er húsnæðinu skipt í fernt.
Grund dvalar- og hjúkrunarheimili

Grund - Aðstoðarmaður iðjuþjálfa

Grund hjúkrunarheimili leitar að duglegum og hressum einstaklingi í starf aðstoðarmanns í iðjuþjálfun og félagsstarfi í sumar.

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og mikil áhersla er lögð á góða teymisvinnu. Um er að ræða dagvinnu og starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Starfið er tilvalið fyrir nema í iðjuþjálfun, tómstundafræði og félagsvísindum.

Hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

Fríðindi í starfi:

  • Aðgangur að heilsustyrk
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Öflugt starfsmannafélag

Greitt er eftir kjarasamningi viðeigandi stéttafélags og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Á Grundarheimilunum vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum af alúð. Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Fanney Björg Karlsdóttir yfiriðjuþjálfi, fanneybk@dvalaras.is og Mannauðsdeild Grundarheimilanna, mannaudur@grund.is

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Auglýsing stofnuð15. mars 2023
Umsóknarfrestur3. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.