Grýtubakkahreppur
Grýtubakkahreppur
Grýtubakkahreppur

Grenivíkurskóli auglýsir eftir kennara

Grenivíkurskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi kennara með brennandi áhuga á skólastarfi. Um er að ræða 100% tímabundna stöðu íþróttakennara, sem einnig sinnir bekkjarkennslu, skólaárið 2025-2026.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Haldgóð þekking á kennslufræði og hæfni til að beita fjölbreyttum kennsluháttum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki, jákvæðni og rík þjónustulund.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.
  • Faglegur metnaður.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, gott orðspor og framkomu.

Í Grenivíkurskóla eru um 50 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi og þar er leitast við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er góður skólabragur, teymiskennsla, lýðheilsa og umhverfismennt.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is

Umsóknarfrestur er til 23. apríl. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar gefur Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri, í síma 868-2385 eða í tölvupósti [email protected]

Auglýsing birt14. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Túngata 3, 610 Grenivík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar