Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi

Grafískur hönnuður hjá Coca-Cola á Íslandi

Hefur þú brennandi áhuga á markaðsmálum og vilt starfa hjá framsæknu fyrirtæki með þekkt vörumerki?


Coca-Cola á Íslandi auglýsir eftir metnaðarfullum og skapandi grafískum hönnuði fyrir vörumerki Coca-Cola og Víking Brugghús. Starfið felur í sér að skapa og aðlaga efni fyrir einhver þekktustu vörumerkin á drykkjarvörumarkaði, meðal annarra: Coke, Fanta, Sprite, Monster, Víking, Thule og Einstök. Viðkomandi heyrir undir framkvæmdastjóra markaðssviðs og vinnur þétt með öllum sviðum fyrirtækisins, The Coca-Cola Company og öðrum alþjóðlegum og innlendum samstarfsaðilum.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Hönnun markaðs- og auglýsingaefnis
• Utanumhald um vörumerkjaímynd
• Vöru- og umbúðaþróun
• Þátttaka í framkvæmd viðburða
• Viðhald á efni

Hæfnis- og menntunarkröfur
• Menntun í grafískri hönnun eða tengdri grein ásamt reynslu af vinnu við markaðs- og auglýsingaefni
• Mjög góð tölvukunnátta
• Mikil hæfni í hönnunarforritum, svo sem Adobe Creative Suite (Illustrator, Photoshop, InDesign)
• Góð færni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
• Skapandi hugsun og hæfileiki til að fylgja eftir alþjóðlegum leiðbeiningum á sama tíma og efnið höfðar til íslenskra neytenda
• Góð hæfni í samskiptum

Coca-Cola er meðal stærstu og þekktustu alþjóðlegu vörumerkja í heiminum og er neytt daglega af milljörðum fólks um allan heim. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks.


Öll sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.


Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember.


Frekari upplýsingar veitir Atli Sigurður Kristjánsson akristjansson@ccep.com.

Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar