Grænni byggð - Green Building Council Iceland
Grænni byggð - Green Building Council Iceland
Grænni byggð - Green Building Council Iceland

Grænni byggð leitar að sumarstarfsmanni

Grænni byggð er samstarfsvettvangur stofnaður árið 2010 til að efla umhverfisvitund og fræða, tengja og hvetja hagsmunaaðila í byggingargeiranum til þess að innleiða sjálfbærari vinnubrögð.

Við erum að leita að starfsmanni í fullt starf (100%) til að vinna í ýmsum verkefnum tengdum sjálfbærni í byggingariðnaði í 3-4 mánuði með möguleika á framlengingu. Starfsmaðurinn mun vinna náið með öllum starfsmönnum samtakanna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð:

→ Vinna í verkefnunum okkar, sem felur í sér bæði verkefna- og rannsóknarvinnu og viðtöl við íslenska og evrópska hagsmunaaðila.

Þessi verkefni eru meðal annars Bauhaus Goes North, Hringvangur – íslenska tengslanetið um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og Torfhús – getum við lært af fortíðinni?

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðunni okkar.

Önnur verkefni:

→ Prófarkalestur og gerð fræðsluefnis.

→ Þátttaka í viðburðum tengdum byggingariðnaði á Íslandi.

→ Kynningarstörf (t.d. útvega efni fyrir fréttabréfið okkar).

Menntunar- og hæfniskröfur

✔ BS/BA eða meistarapróf í grein sem tengist starfsemi Grænni byggðar (arkitektúr, skipulagsfræði, umhverfis- og byggingarverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði o.fl.).

✔ Góð samskiptahæfni

✔ Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni

✔ Góð íslensku- og enskukunnátta

Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar