
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál.
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.
Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.

Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
IMPORTANT NOTICE: ICELANDIC SPEAKING APPLICANTS ONLY
Rúmlega þrítugur karlmaður í Reykjanesbæ leitar eftir drífandi og jákvæðu aðstoðarfólki á aldrinum 25-45 ára.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi náð 25 ára aldri og hafi gott vald á íslensku.
- Um er að ræða hlutastarf í vaktavinnu ásamt afleysingum.
- Unnið er á breytilegum dag-, kvöld,- nætur og helgarvöktum.
Einstaklingurinn er eingöngu líkamlega fatlaður og er fær um margt sjálfur. Hann getur staðið uppréttur og gengið með grind á milli staða en þarf alltaf að vera með aðstoðarmann sér við hlið. Hann fer í ræktina og sjúkraþjálfun dags daglega og heldur uppi skemmtilegum samræðum. Hann talar við mann en flest lengri samtöl fara fram á stafaspjaldi.
Hann á 2 börn og hund sem lita lífið alla daga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Líkamlega hraust(ur)
- Bílpróf, almenn ökuréttindi
- Stundvísi
- Frumkvæði
- Sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
230 Keflavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiFljót/ur að læraFrumkvæðiJákvæðniLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)ÞjónustulundÞolinmæði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Bílastæðamálari / Parking Painter
BS Verktakar

Umönnun framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista

Forstöðumaður í þjónustuíbúðum Lönguhlíð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk í gæslu hjá Byggðasafni - sumarstarf
Hafnarfjarðarbær

Umönnun framtíðarstarf - Hraunvangur
Hrafnista

Aðstoðarmaður, NPA, óskast í mjög sveigjanlegt ca. 30% starf
NPA miðstöðin

Ræstingar og fasteignaþjónusta
Norðurorka hf.

Sumarstörf Velferðarsvið: Karlar í velferðarþjónustu
Akureyri

Hefurðu áhuga á skótísku?
S4S - Kaupfélagið

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Steinar Waage og Ecco Kringlunni - starfsfólk í verslun.
S4S - Steinar Waage skóverslun