IKEA
IKEA
IKEA

Gott mál!

Við auglýsum eftir þýðanda í fullt starf innan markaðs- og samskiptadeildar fyrirtækisins. Þýtt er úr ensku. Viðkomandi sinnir fjölbreyttum þýðingum og staðfærslu á efni fyrir verslun, vöruupplýsingum, markaðsefni, efni fyrir starfsfólk o.fl., auk prófarkalesturs og textagerðar. Vinnutími er að jafnaði 8-16 virka daga á skrifstofu IKEA.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Skipulagshæfni
  • Vandvirkni
  • Frumkvæði
  • Nákvæmni
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur10. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar