Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Global Category Manager Direct Materials

Ert þú með gott auga fyrir tölum og samningsgerð? Nýturðu þess að byggja upp tengsl og ná árangri? Þá gæti þetta starf verið fyrir þig!

Sem Global Catagory Manager hjá Embla Medical verður þú lykilaðilinn í að hámarka skilvirkni aðfangakeðju okkar. Þú tryggir öryggi aðfangakeðjunnar með því að tryggja hagstæðan samninga, byggja upp sterk viðskiptatengsl við birgja og lágmarka áhættu.

Global Catagory Manger er stefnumótandi aðili sem ber ábyrgð á að skapa virði og auka hagkvæmni í aðfangakeðju og rekstri fyrirtækisins. Starfið krefst stefnumiðaðrar hugsunar, skilnings á viðskiptum og rekstri þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.

Um er að ræða starf sem er staðsett í Reykjavík eða í Eindhoven.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tryggja stöðugt og sjálfbært framboð: Áreiðanlegt og tryggt framboð frá birgjum er grundvallaratriði fyrir rekstrarárangur og ánægju viðskiptavina. 

  • Sterk greiningafærni: Greina útgjöld til að finna tækifæri til sparnaðar. 

  • Byggja upp tengsl: Vinna þvert á teymi innan fyrirtækisins til að ná sameiginlegum markmiðum. 

  • Samningagerð: Semja af fagmennsku og tryggja Embla Medical bestu mögulegu kjör. 

  • Stefnumiðuð nálgun: Þróa og innleiða vöruflokksstefnur sem samræmast heildarstefnu fyrirtækisins. 

  • Stefnumótandi samstarf: Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við lykilbirgja með áherslu á samstarf og nýsköpun. 

  • Gagnadrifin ákvarðanataka: Nota gögn til að styðja við ákvarðanir og mæla frammistöðu. 

  • Hagræðing kostnaðar: Greina og innleiða kostnaðarlækkandi aðgerðir með ítarlegri kostnaðargreiningu, samningagerð og stýringu á frammistöðu birgja. 

  • Áhættustýring: Greina og stýra áhættu í aðfangakeðjunni með fyrirhyggju til að tryggja rekstraröryggi. 

  • Markaðs- og iðnaðargreining: Fylgjast með þróun í iðnaði og markaði til að greina tækifæri og áskoranir. 

  • Samningastjórnun: Stýra samningagerð innan vöruflokka svo skilmálar séu tryggðir og byggja upp sterk og stefnumótandi birgjasambönd. 

  • Þverfagleg samvinna: Vinna náið með innri hagsmunaaðilum til að samræma innkaupastefnu við heildarmarkmið fyrirtækisins. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 

  • Að lágmarki 2 ára reynsla af innkaupa- eða birgðastjórnun. 

  • Hæfni og reynsla í að stýra innkaupaferlum frá upphafi til enda: útgjalda- og vöruflokksgreiningu, RFQ/RFP ferlum, mati á birgjum og innleiðingu samninga. 

  • Góð viðskipta- og fjármálavitund: skilningur á heildarkostnaði eignarhalds (TCO), kostnaðargreiningu, verðlíkönum og gerð viðskiptamála. 

  • Góð færni í Excel og gagnagreiningu. 

  • Framúrskarandi samskipta hæfileikar. 

  • Sterk verkefnastjórnunarhæfni til að skila þverfaglegum verkefnum á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar. 

  • Áhugi á stöðugum umbótum og því að ná raunverulegum rekstrarlegum árangri. 

  • Enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli. 

Eftirfarandi reynsla er kostur: 

  • Reynsla úr aðfangastjórnun (FMCG), bílaiðnaði, flugiðnaði eða lækningatækjaiðnaði. 

  • Vottun í innkaupa- eða aðfangakeðjustjórnun. 

  • Reynsla af ERP-kerfum og innkaupakerfum. 

Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur  

  • Samgöngustyrkur  

  • Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir  

  • Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat 

  • Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf 

  • Árlegur sjálfboðaliðadagur  

  • Starfsþróun
  • Öflugt félagslíf

  • Sveigjanleiki
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BirgðahaldPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar