

Gítarkennari - sem kennir á klassískan gítar
Gítarkennari óskast í afleysingar við Listaskóla Mosfellsbæjar. Um 50-60% starfshlutfall er að ræða frá 17. febrúar 2026 - 22. maí 2026. Kennslan fer fram eftir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum, og föstudögum.
Listaskóli Mosfellsbæjar skiptist í tónlistardeild með um 380 nemendur, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Leikfélag Mosfellssveitar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Þessir aðilar vinna saman að öflugri listkennslu í sveitarfélaginu, svo og öflugu lista- og menningarstarfi.
Aðal starfsstöð tónlistardeildar er í húsnæði Listaskólans að Bjarkarholti 2 en skólinn starfar einnig í mjög góðu samstarfi í öllum grunnskólum bæjarins.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Háskólamenntun í klassískum gítarleik (að lágmarki framhaldspróf)
- Reynsla af gítarkennslu
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Faglegur metnaður og áhugi á starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi
- Mjög góð íslenskukunnátta
Íslenska
