Gigtarfélag Íslands fta.
Gigtarfélag Íslands fta.
Gigtarfélag Íslands fta.

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa

Gigtarfélag Íslands óskar að ráða iðjuþjálfa í 100% starf. Möguleiki er á að skipta starfinu upp í tvö 50-60% störf sem gætu hentað tveimur iðjuþjálfurum sem myndu vilja vinna saman í teymi. Tilgangur iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins er að hjálpa fólki að bæta og viðhalda hreyfifærni og auka þannig lífsgæði.
Starfið er fjölbreytt með fólki á öllum aldri með gigt. Það er gefandi og krefst faglegra og sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis.
Unnið er samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar sem meðal annars býður upp á möguleika á meðferð á staðnum en einnig upp á ráðleggingar á heimili og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka sjúklinga, mat á færni og þjálfunarþörf og gerð meðferðaráætlunar.
  • Fræðsla um líffræði handar, grip o.fl. Kennd er liðvernd og æfingar er viðhalda eða auka hreyfigetu og styrk.
  • Ráðgjöf við val hjálpartækja og kennsla á þau. Aðstoðað við útvegun.
  • Heimilis- og vinnustaðaathuganir.
  • Nauðsynleg skýrslugerð um meðferð og aðra rekstrarlega þætti iðjuþjálfunar í samvinnu viðstarfsmenn félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi.
  • Hæfni til frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og lausnamiðaðrar nálgunar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta nauðsynleg
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Brekkuhús 1, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar