
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Gestgjafi Mercedes-Benz
Við leitum að jákvæðri og drífandi manneskju í starf gestgjafa. Gestgjafi gegnir veigamiklu hlutverki í að tryggja viðskiptavinum framúrskarandi þjónustustig sem er í samræmi við staðla- og gæðakröfur Mercedes Benz. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf sem er í stöðugri þróun. Ef þú hefur áhuga á að vinna í skemmtilegu umhverfi með frábæru teymi, þá gæti þetta verið starf fyrir þig!
Hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og aðstoð viðskiptavina fyrir sölu og þjónustu
- Umsjón með sýningarsal
- Umsjón með snjalllyklaboxi
- Lífstílsvörur og netverslun, sala og tiltekt pantana
- Fjölbreytt tilfallandi verkefni tengd daglegum rekstri og viðburðum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustörfum
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Rík þjónustulund og snyrtimennska
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Stundvísi, heiðarleiki og áreiðanleiki
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Gilt bílpróf
Af hverju Askja?
- Spennandi og fjölbreytt starf í kraftmiklu starfsumhverfi
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiMannleg samskiptiÖkuréttindiStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Þjónusturáðgjafi í þjónustuveri
ELKO

Afgreiðslufulltrúi / Customer service
Happy Campers

Hefur þú áhuga á bílum? Sumarstarf
Stilling

Verkstæðismóttaka
Toyota

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Sumarstörf í sundlauginni Ásgarði
Garðabær

Sumarstörf í sundlauginni Álftanesi
Garðabær

Þjónustufulltrúi á bílaleigu Enterprise
Enterprise Rent-a-car

Þjónustufulltrúi - Sumarstarf
Stilling

Sumarstarf í verslunum 66°Norður
66°North

Þjónustufulltrúar hjá Símanum
Síminn

Þjónustufulltrúi í umferðarþjónustu - Ísafjörður
Vegagerðin