Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Gestgjafi Mercedes-Benz

Við leitum að jákvæðri og drífandi manneskju í starf gestgjafa. Gestgjafi gegnir veigamiklu hlutverki í að tryggja viðskiptavinum framúrskarandi þjónustustig sem er í samræmi við staðla- og gæðakröfur Mercedes Benz. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf sem er í stöðugri þróun. Ef þú hefur áhuga á að vinna í skemmtilegu umhverfi með frábæru teymi, þá gæti þetta verið starf fyrir þig!

Hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og aðstoð viðskiptavina fyrir sölu og þjónustu
  • Umsjón með sýningarsal
  • Umsjón með snjalllyklaboxi
  • Lífstílsvörur og netverslun, sala og tiltekt pantana
  • Fjölbreytt tilfallandi verkefni tengd daglegum rekstri og viðburðum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af þjónustustörfum
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Rík þjónustulund og snyrtimennska
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Stundvísi, heiðarleiki og áreiðanleiki
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Gilt bílpróf
Af hverju Askja?
  • Spennandi og fjölbreytt starf í kraftmiklu starfsumhverfi
  • Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar