

Gestamóttaka - Stracta Hótel
Stracta Hótel á Hellu leitar að þjónustuliprum og jákvæðum einstakling í starf gestamóttöku í fullt starf. Unnið er á 12 tíma vöktum eftir 2-2-3 vaktafyrirkomulagi. Vinnutími er á milli 08:00-20:00.
Gestamóttakan er hjartað í hótelinu og gegnir lykilhlutverki í að veita gestum framúrskarandi þjónustu og góða upplifun frá komu til brottfarar.
Helstu verkefni:
-
Móttaka , upplýsingagjöf og fagleg þjónusta við gesti
-
Umsjón með bókunum, innritun og útritun gesta
-
Almenn afgreiðsla og samskipti við aðrar deildir
-
Önnur tilfallandi verkefni tengd daglegum rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði
-
Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
-
Góð færni í samskiptum og að vinna í teymi
-
Ábyrgð, stundvísi og snyrtimennska
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
Stracta Hótel er heildstætt hótel á Hellu sem býður upp á gistingu, veitingar og þjónustu fyrir allt að 400 gesti. Á hótelinu er veitingastaður, bar og fundarsalir.
Vinnustaðurinn er lifandi og skemmtilegur þar sem hver dagur býður upp á fjölbreytt verkefni, samskipti við gesti frá fjölbreyttum löndum og tækifæri til að vaxa í ferðaþjónustu.
Íslenska
Enska





