Gagnavarslan leitar að fólki á Reykjanesi

Gagnavarslan Grænásbraut 720, 235 Reykjanesbær


Vegna aukinna umsvifa leitar Gagnavarslan að fólki í fullt starf. Um er að ræða spennandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörslu skjala. 

Hæfniskröfur 

  • Jákvætt viðmót, rík þjónustulund og sveigjanleiki
  • Góð samskipti
  • Tölvulæsi og hæfni til að tileinka sér notkun hugbúnaðar 
  • Góð vélritunarkunnátta
  • Ökupróf 
  • Hreint sakavottorð er skilyrði 

 Starfssvið 

  • Flokkun og pökkun skjala og muna 
  • Skönnun og skráning skjala og teikninga 
  • Vinna í vöruhúsi og útkeyrsla 
  • Aðstoð við ýmis önnur tilfallandi verkefni 

Vinnutími er að jafnaði á milli kl 08:00-16:00 virka daga.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynning á viðkomandi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019 og í umsókn þarf að koma fram hvenær viðkomandi getur hafið störf.

Umsóknarfrestur:

09.04.2019

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Grænásbraut 720, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi