

Gagnastefnustjóri - Data Strategy Manager
Landspítali óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf gagnastefnustjóra (Data Strategy Manager).
Um er að ræða einstaklega áhugavert tækifæri fyrir einstakling með umfangsmikla reynslu og brennandi áhuga á gagnastefnumótun.
Árangursrík nýting gagna til virðisauka er ein af lykiláherslum Landspítalans. Liður í því eru rauntímagögn um flesta þætti starfseminnar, gerð spálíkana til stuðnings við þróun starfseminnar, og nýting gagna til að bæta meðferð sjúklinga. Skilvirk nýting gagna til rannsókna- og vísindastarfsemi er einnig meðtalin.
Við leitum eftir reyndum einstakling til að leiða mótun og innleiðingu á gagnastefnu spítalans, þróa gagnadrifna menningu þvert á stofnunnina, kortleggja áskoranir og tækifæri í gagnamálum, koma á gagnaskipulagi og þróun mælikvarða, og byggja upp öflugt gagnagreiningarteymi. Starfið heyrir undir nýtt þróunarsvið spítalans.
Starfið krefst skilnings á gagnastefnu, gagnagreiningu, umbreytingu gagna, gagnastjórnun, tækniþróun og getu til að samræma gagnastefnu við markmið framkvæmdastjórnar.
- Stefnumótandi hlutverk varðandi nýtingu gagna til stuðnings við klíníska starfsemi og rekstur spítalans
- Greining ganga m.t.t. gæða og áreiðanleika
- Útfærsla og þróun lausna í samvinnu við öll klínísk og stoðsvið spítalans
- Samskipti við hugbúnarðarfyrirtæki og ráðgjafafyrirtæki varðandi þróun lausna
- Setja sig inn í nýjar lausnir og greina tækifæri þar sem viðskiptagreind getur stutt við starfsemina
- Byggja upp öflugt gagnagreiningarteymi
- Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri þróunar felur viðkomandi
- Háskólanám í tölvunarfræði, stærðfræði, verkfræði eða sambærilegu sem nýtist í starfi
- Umfangsmikil reynsla af störfum við þróun gangastefnu skilyrði
- Reynsla af mótun gagnastefnu og framsetningu á gögnum á einni eða fleiri stórum stofnunum
- Reynsla og góð þekking á viðskiptagreind (Business Intelligence)
- Góð þekking á gagnagrunnum og gagnavinnslu
- Reynsla af verkferlagreiningum og nýtingu upplýsingatækni
- Hæfni í mannlegum samskiptum og nákvæmni í vinnubrögðum
- Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
- Þekking á heilbrigðiskerfinu er kostur




























































