
Motus
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustjórnunar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að besta kröfustýringu og lítum á hana sem ómissandi þátt í vexti og viðgangi fyrirtækja. Okkar leiðarljós er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi.
Hjá Motus starfa um 100 sérfræðingar á fjölmörgum sviðum um allt land sem leggja sig fram við að starfa af heilindum og fagmennsku. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi með áhugaverðum verkefnum þar sem starfsfólk fær tækifæri til að vaxa í starfi.

Gagnasérfræðingur (Data- & ML Engineer)
Með stóraukinni áherslu á gögn í ákvarðanatöku félagsins leitum við að gæðamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi með frumkvæði og reynslu úr gagnaheimum, svo sem vöruhúsauppbyggingu, viðskiptagreind og skýrslugerð, til að ganga til liðs við teymi gagnasérfræðinga við uppbyggingu gagna- og upplýsingaumhverfis Motus.
Teymið vinnur þvert á fyrirtækið og vöruteymi þess með það að markmiði að hagnýta gögn fyrirtækisins til upplýsingagjafar og ákvörðunartöku til innri sem ytri viðskiptavina og í sjálfvirknivæðingu ferla.
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2024
Frekari upplýsingar veitir Tryggvi Jónsson, forstöðumaður Gagnalausna í [email protected].
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virk þátttaka, ráðgjöf og framkvæmd í verkefnum með vöruteymum með virði gagna og upplýsinga að leiðarljósi
- Hönnun, smíði og viðhald á vöruhúsi gagna og öðrum gagnainnviðum
- Viðskiptagreining og þróun gagnasetta
- Þátttaka í uppbyggingu gagnagreiningarumhverfis
- Þátttaka í hönnun, smíði og rekstri greiningar-og spálíkana og þjónustuvæðing þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af uppbyggingu gagnainnviða og/eða viðskiptagreind er krafa
- Reynsla og þekking á Databricks og Microsoft Azure (SQL, Data Lake), og PowerBI er mikill kostur
- Reynsla og þekking af DevOps aðferðafræði og GitHub/GitHub Actions er kostur
- Gæðahugarfar, frumkvæði og metnaður, skipulögð og öguð vinnubrögð
Auglýsing birt6. maí 2025
Umsóknarfrestur16. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Associate Director Sales Enablement, Medis
Medis

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Öryggismiðstöðin

FP&A Partner / Sérfræðingur
Teya Iceland

Data Analyst
LS Retail

Verkefnastjóri verkefnagátar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Rekstrarstjóri COO
Advise Business Monitor

Pricing Analyst
Icelandair