Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Gagnaforritarar – Data Engineers

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingum í gögnum til að þróa áfram gagnaumhverfi Orkuveitunnar. Gagnateymið vinnur við að skapa sem mest virði úr gögnum til hagsbóta fyrir viðskiptavini og aðra hagaðila, þvert á öll dótturfélög Orkuveitunnar. Í boði eru tækifæri bæði fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í gagnaforritun sem og reynslubolta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna og gagnmörkuðum, ETL gagnaflæði, stoðgögnum, gagnaskilum og gagnaprófunum 
  • Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum hjá Orkuveitunni 
  • Þróun á ferlum vegna afhendingar gagna til sérfræðinga í viðskiptagreiningu og líkanagerðar 
  • Útfærsla, þróun og viðhald á gagnalíkönum 
  • Samskipti við hagaðila, greining á gagnakröfum og tækifærum í hagnýtingu á gögnum 
  • Stýring og stuðningur í verkefnum tengdum hagnýtingu gagna 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla í notkun á tólum, tækjum og aðferðum við þróun gagnainnviða s.s. SQL server, Databricks og Azure gagnainnviðum 
  • Góð þekking á gagnagrunnum og uppbyggingu vöruhúss gagna  
  • Þekking á Python eða öðrum forritunarmálum er kostur  
  • Gott auga fyrir notendavænni og listrænni framsetningu er kostur 
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu  
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu   
Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar