IKEA
IKEA
IKEA

Gæðastjóri veitingasviðs IKEA

Við leitum eftir einstakling í starf gæðastjóra veitingasviðs IKEA. Starfið felst í því að viðhalda og betrumbæta gæðakerfi veitingasviðs og sjá til þess að á veitingasviði sé viðeigandi lögum og reglugerðum fylgt eftir.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Utanumhald á gæðahandbók veitingasviðs í samstarfi við gæðaráð með aðkomu sérfræðinga þar sem þörf er á
 • Sýnatökur, vottanir og úttektir á svæðum ásamt umsjón með tengdum rafrænum kerfum
 • Samstarf með úttektaraðila vegna IKEA úttektar og upplýsingagjöf til leyfishafa IKEA
 • Utanumhald með þjálfun tengdu matvælaöryggi og vottunum ásamt utanumhaldi á þjálfunarskrá starfsfólks í samstarfi við mannauðssvið
 • Utanumhald á hráefnislista og upplýsingum vistuðum þar
 • Útreikningur næringagilda og gerð innihaldslýsinga
 • Utanumhald kvartana og viðbrögð við þeim
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Miklir stjórnunarhæfileikar
 • Djúp þekking á matvælaöryggi
 • Kostur að hafa hlotið HACCP þjálfun
 • Reynsla á matvælaframleiðslu
 • Gott vald á tjáningu og þjónustu
 • Sterkir þjálfunarhæfileikar
 • Skipulagshæfileikar
 • Góð tölvukunnátta
 • Menntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
 • Afsláttur af IKEA vörum
 • Aðgengi að sumarbústað til einkanota
 • Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
 • Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
 • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
 • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
Auglýsing stofnuð7. nóvember 2023
Umsóknarfrestur2. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar