
IKEA
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Gæðastjóri veitingasviðs IKEA
Við leitum eftir einstakling í starf gæðastjóra veitingasviðs IKEA. Starfið felst í því að viðhalda og betrumbæta gæðakerfi veitingasviðs og sjá til þess að á veitingasviði sé viðeigandi lögum og reglugerðum fylgt eftir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Utanumhald á gæðahandbók veitingasviðs í samstarfi við gæðaráð með aðkomu sérfræðinga þar sem þörf er á
- Sýnatökur, vottanir og úttektir á svæðum ásamt umsjón með tengdum rafrænum kerfum
- Samstarf með úttektaraðila vegna IKEA úttektar og upplýsingagjöf til leyfishafa IKEA
- Utanumhald með þjálfun tengdu matvælaöryggi og vottunum ásamt utanumhaldi á þjálfunarskrá starfsfólks í samstarfi við mannauðssvið
- Utanumhald á hráefnislista og upplýsingum vistuðum þar
- Útreikningur næringagilda og gerð innihaldslýsinga
- Utanumhald kvartana og viðbrögð við þeim
Menntunar- og hæfniskröfur
- Miklir stjórnunarhæfileikar
- Djúp þekking á matvælaöryggi
- Kostur að hafa hlotið HACCP þjálfun
- Reynsla á matvælaframleiðslu
- Gott vald á tjáningu og þjónustu
- Sterkir þjálfunarhæfileikar
- Skipulagshæfileikar
- Góð tölvukunnátta
- Menntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af IKEA vörum
- Aðgengi að sumarbústað til einkanota
- Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
- Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
Auglýsing stofnuð7. nóvember 2023
Umsóknarfrestur2. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Gæðastjóri í matvælavinnslu
Ægir sjávarfang
Brennur þú fyrir gæða- og umbótamálum?
Vörður tryggingar 
Sérfræðingur í gæða- og öryggismálum
Sómi
Svæðistjóri gæðamála
Steypustöðin
Vanta matreiðslumaður / Hire Chef
Bambus Restaurant
Part time chef assistant
Flame Restaurant
Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf
Chef
BrewDog Reykjavík
Verkefnastjóri gæða- og umhverfismála
Aðföng
Verkfræðingur á gæðasviði
Össur
Assistant Manager Restaurant
The Reykjavik EDITION
Sérfræðingur í gæða- og reglugerðarmálum
Kvikna Medical