
Iceland Seafood
Iceland Seafood er framsækið alþjóðlegt fyrirtæki á sviði útflutnings sjávarafurða. Hjá félaginu starfa um 20 manns á Íslandi og um 780 manns hjá samstæðunni á alþjóðavísu. Hjá félaginu starfar reynslumikill og samhentur hópur sem leggur áherslu á góð samskipti og öflugt samstarf.

Gæðastjóri Iceland Seafood
Iceland Seafood er rótgróið alþjóðlegt fyrirtæki sem óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman einstakling til starfa á gæðasviði. Leitum að aðila með reynslu af gæðamálum og matvælaframleiðslu sem vill taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu gæðastarfs félagsins.
Starfið krefst nákvæmni, ábyrgðar og hæfni til að vinna þvert á deildir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með framleiðslu og afurðum.
- Ráðgjöf og þjónusta við sölusvið og framleiðendur.
- Þátttaka í þróunarverkefnum og stöðug leit að tækifærum til nýbreytni og betrumbóta.
- Ýmis verkefni tengd umhverfismálum fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla á sviði gæðamála, matvælaframleiðslu, sjávarútvegsfræði eða skyldum greinum.
- Skipulagshæfni, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð samskiptahæfni.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku.
- Starfsreynsla í fiskvinnslu er kostur.
Auglýsing birt12. desember 2025
Umsóknarfrestur31. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiAðlögunarhæfniDrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



