Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Gæðafulltrúi

Ístak óskar eftir að ráða sérfræðing í gæðamálum til starfa á framkvæmdasvæðum félagsins. Starfið felur í sér margvísleg spennandi verkefni tengd gæðamálum og býður upp á mikla möguleika til starfsþróunar.

Við leitum sérstaklega eftir iðnmenntuðum einstakling með starfsreynslu úr byggingariðnaði sem hefur brennandi áhuga á gæðamálum og vill vaxa og dafna í starfi sem leggur áherslu á þann vettvang.

Á framkvæmdasvæðum Ístaks starfa sérfræðingar á ýmsum sviðum og gæðamál eru eitt af þeim. Við leitum eftir starfskrafti sem helgar sig gæðamálum á framkvæmdasviði og tryggir gæði verkefna Ístaks í nánu samstarfi með stjórnendum og sérfræðingum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gæðaúttektir.
  • Skráning á atvikum og frávikum og greiningar á þeim.
  • Fræðsla og kynningar á gæðamálum í verkefninu.
  • Áætlana- og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun í byggingatengdum greinum.
  • Haldbær reynsla af gæðamálum og gæðastjórnun kostur.
  • Reynsla af áætluna- og skýrslugerð.
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum kostur.
  • Góðir samskiptahæfileikar.
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Mjög góð tölvufærni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um óháð kyni.

Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Ístaks í gegnum netfangið hr@istak.is.

Auglýsing stofnuð9. febrúar 2024
Umsóknarfrestur25. febrúar 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar