Innnes ehf.
Innnes ehf.
Innnes ehf.

Gæðaeftirlit

Innnes ehf. auglýsir eftir starfsmanni í gæðaeftirlit í glæsilegu vöruhúsi fyrirtækisins við Korngarða 3 í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekur þátt í daglegu gæðaeftirliti í vöruhúsi við móttöku, geymslu og dreifingu á matvælum.
  • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnisþættir
  • Eiga gott með að vinna í teymi og sjálfstætt
  • Lipurð í samskiptum, rík þjónustulund, heiðarleiki og stundvísi
  • Góð skipulagshæfni
  • Líkamlegur styrkur er kostur
  • Góð íslenskukunnátta eða enskukunnátta nauðsynleg
Vinnutími er 08:00-16:30 mánudaga til fimmtudaga og 08:00-15:15 föstudaga.
Innnes starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins. Fyrirtækið hvetur alla, óháð kyni, til að sækja um störf hjá fyrirtækinu.
Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Innnes. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá með mynd (CV) á MS Word eða PDF formi.
Mannauðsteymi ásamt deildarstjóra og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2024.
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Korngarðar 3, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar