

Gæða - og öryggisdeild
Festi leitar að kraftmiklum og áreiðanlegum liðsfélaga í gæða– og öryggisdeild fyrirtækisins.
Helstu verkefni:
- Ferlum tengdum sjálfbærnistefnu Festi og rekstarfélaga
- Viðhalda gæða- og öryggiskerfum
- Framkvæma innri og ytri úttektir
- Kennsla og þjálfun útstöðva í öryggis-, sjálfbærni- og gæðamálum
Hæfniskröfur:
- Reynsla og þekking á sjálfbærnimarkmiðum, gæðakerfum, samfélags- og öryggismálum er æskileg
- Frumkvæði og sjálfsstæði í starfi
- Góð færni í verkefnastjórnun og skipulagi
- Færni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Í gæða- og öryggisdeild Festi starfa 5 manns sem sjá um gæða-, samfélags og öryggismál hjá Festi og rekstrarfélögum þess.
Festi er móðurfélag N1, Krónunnar, ELKO og Bakkans vöruhótels. Hjá Festi starfar öflugur hópur fagfólks á ýmsum sviðum sem þjónustar rekstrarfélögin í rekstri og framþróun.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Björg Jónsdóttir deildarstjóri í síma 4401129 eða hjá asdis@festi.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2023.
Festi starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmiss konar heilsueflandi þjónusta í boði í Velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni og N1.











