Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður er einn af stærstu vinnuveitendum á Akranesi en hjá bænum starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Akraneskaupstaður rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem leggur fyrir sig jákvæðni, metnað og viðsýni í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er heillandi bæjarfélag með rúmlega 8.000 íbúa, stærsti íbúakjarni Vesturlands. Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Akranes er bæði Heilsueflandi og Barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Á Akranesi búa hamingjusömustu íbúar landsins enda menningin, umhverfið og landslagið einstakt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um Akranes.
Fulltrúi skipulags- og umhverfismála
Fulltrúi vinnur þvert á skipulags-og umhverfissvið og snúa verkefnin sérstaklega að skipulags- og byggingarmálum. Starfið er fjölbreytt með spennandi verkefnum í bæ sem er að byggjast hratt upp.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar skipulagsfulltrúa við undirbúning skipulagsverkefna og umsókna.
- Aðstoðar skipulagsfulltrúa við stjórnsýslu er lýtur að skipulagsmálum þ.m.t. auglýsingar, samskipti við Skipulagsstofnun, grenndarkynningar o.s.frv.
- Undirbýr og gengur frá fundum skipulags-og umhverfisráðs og annast fundarritun í samvinnu við sviðsstjóra.
- Annast aðskilin mál þvert á sviðið skv. beiðni sviðsstjóra og skipulagsfulltrúa hverju sinni.
- Sér um að og birta upplýsingar um skipulags- og byggingarmál á heimasíðu.
- Önnur verkefni sem honum eru falinn af skipulagsfulltrúa/sviðsstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærilegt nám.
- Menntun og eða reynsla af skipulagsmálum æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg, þekking á GIS landupplýsingakerfum er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Jákvætt viðhorf, samstarfsvilji og samskiptafærni
- Umbótahugsun og metnaður til að ná árangri í starfi m.t.t. verkefna.
- Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti.
- Önnur tungumálakunnátta er kostur
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
Opinber stjórnsýslaSkipulag
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Þjónustufulltrúi á þjónustusvið Hyundai
Hyundai
Innanhússarkitekt / Arkitekt hjá FORMUS
Formus
Arkitekt / Architect
COWI
Fulltrúi í skráningu umferðaslysa
Samgöngustofa
Verkefnastjóri á þróunarsviði
Reitir fasteignafélag
Sumarstarf á skrifstofu
Garðlist ehf
Office Manager and Executive Assistant
Oculis
Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn
Ráðgjafi viðhalds og mannvirkja
Verksýn
Skrifstofuumsjón
Hitastýring
Tæknimaður í tæknideild
Steypustöðin
Tækniteiknun - skráning og úrvinnsla gagna
GeoForm ehf.