
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fag- og stéttarfélag hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Starfsvæði þess er allt landið og eru félagsmenn rúmlega 5.000. Hjá félaginu starfa níu starfsmenn auk formanns félagsins. Fíh er málsvari hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga og gætir hagsmuna þeirra. Félagið semur við vinnuveitendur um kaup og kjör fyrir félagsmenn, vinnur að menntunarmálum hjúkrunarfræðinga og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi hjúkrunarfræðinga. Fíh tekur einnig virkan þátt í stefnumótun í heilbrigðismálum. Félagið rekur orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð, styrktarsjóð og vísindasjóð.

Fulltrúi á skrifstofu
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf fulltrúa á skrifstofu félagsins frá 1. febrúar 2026. Starfið hentar vel þeim sem hafa góða tölvukunnáttu, eru skipulögð og njóta þess að vinna í samstarfi við aðra. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í 100% starfshlutfalli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símavarsla og móttaka á skrifstofu félagsins.
- Þjónusta við félagsfólk.
- Almenn skrifstofustörf.
- Umsjón með daglegum rekstri orlofssjóðs.
- Umsjón með félagaskrá félagsins.
- Umsjón með húsnæði og daglegum innkaupum fyrir félagið.
- Aðstoð við vinnslu umsókna í sjóði félagsins.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni.
- Skipulagshæfileikar og góð yfirsýn yfir verkefni
- Góð almenn tölvukunnátta, þekking á DK er kostur.
- Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt13. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiNákvæmniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innkaup
Bílanaust

Liðsauki í skjalavinnslu
Arion banki

Skrifstofustarf með áherslu á bókhald og innheimtu / Hlutastarf
RMK ehf

Aðstoðarmanneskja framkvæmdastjóra
The Tin Can Factory

Sölu og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Sýn

Sveriges ambassad söker assistent till ambassadören med delansvar för främjande
Sendiráð Svíþjóðar

Þjónustustjóri gæðakerfa
Tandur hf.

Bókari - Klíníkin Ármúla
Klíníkin Ármúla ehf.

Sérfræðingur í reikningshaldi – tímabundin afleysing vegna fæðingarorlofs
VÍS

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður í móttöku á Barnaspítala Hringsins
Landspítali

Gjaldkeri
Luxury Adventures

Sérfræðingur í persónutjónum
VÍS