CEO HUXUN ehf
CEO HUXUN ehf
CEO HUXUN ehf

Full stack forritari

TÖLVUNARFRÆÐINGUR
Óskum eftir að ráða kraftmikinn, sjálfstæðan og metnaðarfullan tölvunarfræðing sem hefur brennandi áhuga á að starfa sem leiðandi forritari. Starfa á venjulegum skrifstofutíma í umhverfi kraftmikla og sterkra frumkvöðlafyrirtækja.

Um er að ræða forritun á spennandi tæknilausnum í fyrirtækja til fyrirtækja umhverfi (Business to Business). Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt í hönnun og forritun á verkþáttum bæði framenda og bakenda, einnig verið leiðandi í verkefnum og verkþáttum þegar fleiri starfa saman að framkvæmd.

Ef þú vilt vera hluti af þróun á frumkvöðlalausnum, starfa í skapandi umhverfi, vera í vöruþróun frá hugmynd til veruleika, til innlendra og erlendrar notkunar þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Fyrirtækið býður upp á persónulegan vinnustað, þar sem hver og einn skiptir máli og allir finna til sín í starfi.

Vinnutími er venjulegur skrifstofutími dagsins og vinnuálag utan dagvinnutíma undantekning.

Helstu verkefni og ábyrgð

STARFSSVIÐ
Leiðandi Full stack forritari

Menntunar- og hæfniskröfur

HÆFNISKRÖFUR
- Þekking og reynsla af C#, TypeScript, SCSS og HTML.
- Þekking og reynsla af Angular, ASP.NET Core, Entity Framework Core og PostgreSQL er kostur.
- Reynslu og skilningur á DevOps-ferlum (t.d. CI/CD, Azure DevOps, GitHub Actions eða sambærilegum verkfærum) er kostur.

-  Menntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
- Hafa gaman að forrita og hafa neistann fyrir tölvunarfræðinni
- Er meira A týpa en B týpa
- Hafa aga til jafnra og góðra afkasta, lætur verkin tala
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Lausnarmiðaður, frumkvæðissamur og vilja skipulögð vinnubrögð

Gott ef viðkomandi hefur góða reynslu af að hanna og útfæra hugbúnaðarlausnir frá byrjun til enda.

Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Eiðistorg 13, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar