

Full Stack / AI Forritari
Lagaviti er mjög öflug gervigreindarlausn, sem beitir allra nýjustu gervigreindartækni á hverjum tíma - ekki bara "cutting edge" tækni, heldur hreinlega "bleeding edge" tækni - þar sem þróun lausnarinnar felur í mörgum tilvikum í sér gríðarlega spennandi áskoranir sem hafa hvergi verið reyndar eða leystar áður, auk þess sem lausnin hefur mjög jákvæð samfélagsleg áhrif í för með sér.
Við leitumst nú við að bæta í öflugt teymi okkar mjög metnaðarfullum forritara, sem hefur haldbæra reynslu og mikinn áhuga á að taka þátt í hröðu vaxtarferli Lagavita - og ekki síður mikinn metnað til að vaxa á sviði gervigreindar- og kerfisþróunar.
Þú þarft að hafa sterkan tæknilegan grunn, brennandi áhuga á gervigreind og skýran vilja til að læra, prófa og vaxa - og við bjóðum nákvæmlega upp á rétta umhverfið til þess!
Þú munt vinna að þróun kjarnakerfa Lagavita, þar sem veflausnir, gagnavinnsla og gervigreind mætast. Starfið er blanda af Full Stack þróun, AI-samþættingum og kerfishönnun.
Helstu verkefni:
- Þróun og viðhald á veflausnum og innri kerfum Lagavita
- Hönnun og útfærsla á þjónustum og API-um (backend)
- Samþætting og notkun gervigreindarmódela (t.d. frá OpenAI, Google og Anthropic, eða fínstilling eigin módela)
- Vinna með gagnadrifnar lausnir, leit, sjálfvirkni og AI-workflows
- Samstarf við hönnuði, lögfræðinga og aðra forritara um útfærslu lausna
- Þátttaka í tæknilegri stefnumótun, arkitektúr og vali á tækni
- Haldbær reynsla af Full Stack eða bakendaþróun
- Góð færni í JavaScript/TypeScript og/eða Python
- Skilningur á gagnagrunnum (SQL og helst einnig reynsla af NoSQL eða Vector-leit)
- Áhugi á eða reynsla af gervigreind; LLM API, Prompt Engineering, RAG eða sambærilegu
- Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Reynslu af DevOps, Docker eða CI/CD
- Unnið með skalanleg kerfi eða hugsað um arkitektúr
- Unnið með íslenskan texta, flókin skjöl eða þekkingarkerfi
- Sterka tilfinningu fyrir gæðum, öryggi og áreiðanleika
-
Einstakt tækifæri til að gegna leiðtogahlutverki við þróun á öflugri og leiðandi gervigreindarlausn sem hefur mjög jákvæð samfélagsleg áhrif í för með sér
-
Tækifæri til að vinna með nýjustu ("cutting edge" og "bleeding edge") gervigreindartækni og flókin gagnavandamál
- Samstarf við mjög öflugt og metnaðarfullt teymi
- Samkeppnishæf kjör og góða vinnuaðstöðu
-
Sveigjanlegt og faglegt starfsumhverfi
Frekari upplýsingar um starfið veitir Svavar G. Svavarsson, forstöðumaður upplýsingatækni og öryggis ([email protected]).
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn hið fyrsta, þar sem ráðið verður í starfið óháð umsóknarfresti.
Íslenska
Enska










