Kringlumýri frístundamiðstöð
Kringlumýri frístundamiðstöð

Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi í Félagsmiðstöð – Kringlumýri

Félagsmiðstöðvar Kringlumýrar óska eftir starfsmönnum í hlutastörf fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Félagsmiðstöðvarnar bjóða boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á lýðræðisþátttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, tímabundnum verkefnum, í klúbbum og í sértæku hópastarfi.

Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið. Markmið Kringlumýrar er að veita börnum og unglingum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
  • Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og annarra samstarfsaðila
  • Samráð og samvinna við börn, unglinga og samstarfsfólk.
  • Framfylgja og móta stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Áhugi að vinna með börnum og unglingum.
  • Færni í samskiptum. 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
  • Góð íslensku – og almenn tölvukunnátta. 
  • Reynsla af félagsmiðstöðvarstarfi æskileg
Auglýsing birt9. október 2024
Umsóknarfrestur23. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar