Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli er hverfisskóli Kórahverfis í Kópavogi. Skólinn var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum „það er gaman í skólanum“. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans www.horduvallaskoli.is
Hörðuvallaskóli

Frístundaleiðbeinendur í Hörðuvallaskóla

Frístundarheimilið Hörðuheimar í Hörðuvallaskóla leitar að hressum og metnaðarfullum frístundarleiðbeinendum í hlutastarf.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með börnum að skóladegi loknum.

Opnunartími Hörðuheima er 13:00 - 17:00. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma sem hentar vel fyrir skólafólk.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Leiðbeina börnum í leik og starfi
Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
Gengur í tilfallandi verkefni innan frístundarheimilisins
Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af störfum með börnum æskileg
Færni í mannlegum samskiptum
Vera skipulagður, geta sýnt sjálfstæði, frumkvæði og fagleg vinnubrögð.
Stúdentspróf, framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Viðkomandi sé orðinn 18 ára
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur10. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Baugakór 38, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Jákvæðni
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.