Hrafninn frístundaklúbbur
Hrafninn frístundaklúbbur
Hrafninn frístundaklúbbur

Frístundaleiðbeinandi með stuðning

Leitað er að frístundaleiðbeinanda til að vinna með börnum og unglingum í frístundaklúbbnum Hrafninum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi hæfni í mannlegum samskiptum og einlægan áhuga og ánægju af að vinna með börnum og unglinum með fötlun. Frístundaleiðbeinandi sinnir persónulegum stuðningi og hefur umsjón með daglegu skipulagi frístundastarfsins. Áhersla er lögð á virkt samráð og að efla sjálfstæði, færni og frumkvæði þátttakenda svo allir geti notið sín.

Æskilegt að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.

Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf æskilegt.
Reynsla af starfi með börnum og unglingum með fötlun æskileg.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sinnir persónulegum stuðningi við börn og unglinga með fötlun.
Hefur umsjón með hópum, verkefnum og viðburðum í frístundastarfinu.
Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, færni og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni.
Stuðlar að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börn og unglinga.
Vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum.
Sinnir öðrum verkefnum sem honum kunna að vera falin af yfirmanni.
Auglýsing birt19. september 2024
Umsóknarfrestur19. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skálaheiði 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar