Akureyri
Akureyri
Akureyri

Frístundaleiðbeinandi í tómstundastarfi

Fræðslu og lýðheilsusvið óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í félags og tómstundastarfi í Birtu og Sölku sem staðsettar eru í Víðilundi og Bugðusíðu. Starfshlutfall er 85% og er um ótímabundið starf að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafa heildarsýn yfir starfsemi staðarins samkvæmt skipulagi námskeiða og opins starfs.
  • Gera styttri starfsáætlanir og skipuleggja daglegt starf í samráði við aðra starfsmenn og almenna framkvæmd fyrir tómstundastarfið t.d. auglýsingar.
  • Skipuleggja og leiðbeina á námskeiðum og í opnu starfi.
  • Létt húsumsjón.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla á sviði smíða, myndlistar, hannyrða eða öðru handverki er krafa.
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg t.d. við gerð bæklinga og vinnu við samfélagsmiðla.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Starfið krefst sjálfstæðis og frumkvæðis í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð11. júní 2024
Umsóknarfrestur21. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Víðilundur 22, 600 Akureyri
Bugðusíða 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar