Frístundamiðstöðin Tjörnin
Tjörnin er frístundamiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Tjörnin býður börnum og unglingum í þessum borgarhluta upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir og að beina þeim inn á braut heilbrigðs og jákvæðs lífernis. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.
Foreldar eru hvattir til að fylgjast nánar með starfssemi Tjarnarinnar á facebook sem og á heimasíðum hvers frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar fyrir sig. Í öllum starfseiningum Tjarnarinnar er unnið með lýðræði, mannréttindi og þátttöku. Í frístundaheimilum eru barnaráð sem hafa það hlutverk að koma skoðunum og hugmyndum barnanna á framfæri og virkja þau í að taka þátt í lýðræðissamfélagi.
Frístundaleiðbeinandi í frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin leitar að áhugasömu starfsfólki í hlutastörf á frístundaheimilum sínum í vetur. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur um 13:30 og er starfið kjörið fyrir þau sem eru í skóla og leita að skemmtilegu hlutastarfi með námi eða þau sem vilja vinna í 50% starfi eftir hádegi.
Meginmarkmið starfsins er að efla félags- og samskiptafærni barna í gegnum leik og starf og að virkja þau til þátttöku. Hæft og áhugasamt starfsfólk er lykillinn að því að veita börnunum og foreldrum sem sækja þjónustu til frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar fyrsta flokks þjónustu og gegna hæfir og áhugasamir frístundaleiðbeinendur/frístundaráðgjafar þar veigamiklu hlutverki.
Frístundamiðstöðin Tjörnin starfrækir frístundaheimilin Draumaland við Austurbæjarskóla, Eldflaugina við Hlíðaskóla, Frostheima, safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Vesturbæ, Halastjörnuna við Háteigsskóla, Selið við Melaskóla, Skýjaborgir við Vesturbæjarskóla og Undraland við Grandaskóla en leitað er eftir fólki á alla þessa staði. Umsækjendur geta tekið fram í umsókn hvort einn staður henti betur en annar.
Frístundamiðstöðin Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, sem leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks og við störfum samkvæmt menntastefnu Reykjavíkurborgar
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Helstu verkefni og ábyrgð
- * Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
- * Leiðbeina börnum í leik og starfi.
- * Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
- * Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hæfniskröfur
- * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- * Áhugi á að vinna með börnum.
- * Frumkvæði og sjálfstæði.
- * Færni í samskiptum.
- *Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
GrunnfærniNauðsyn
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu
Kringlumýri frístundamiðstöð
Stuðningsfulltrúi
Selásskóli
Starfsmaður á leikskóla
Leikskólinn Lundur ehf
Lausar stöður leikskólakennara
Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ
Leikskólakennarar óskast í spennandi störf
Kópasteinn
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Heilsuleikskólinn Kór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór
Dagforeldrar - verktakar
Arion banki
ÍSAT kennari Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Stuðningsfulltrúi Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Leikskólakennari/leiðbeinandi í Nóaborg, 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg