Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Óðal

Óskað er eftir einstaklingum 18 ára og eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Óðal fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum, í klúbbum og sértæku hópastarfi.

Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10-16 ára börn og ungmenni.

Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar er á virkum dögum milli 14:00-22:00 og er hann mismunandi á milli daga. Starfshlutfall er frá 20 - 60%, hentar því starfið vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðbeina börnum og ungmennum í leik og starfi.
  • Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
  • Góð samvinna og samráð við börn, unglinga og samstarfsfólk.
  • Góð samskipti og samstarf við foreldra og aðra sem koma að starfi Óðals.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi að vinna með börnum og unglingum
  • Færni í samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
  • Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt2. október 2024
Umsóknarfrestur13. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Gunnlaugsgata 8, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar