Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Óðal
Óskað er eftir einstaklingum 18 ára og eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Óðal fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum, í klúbbum og sértæku hópastarfi.
Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10-16 ára börn og ungmenni.
Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar er á virkum dögum milli 14:00-22:00 og er hann mismunandi á milli daga. Starfshlutfall er frá 20 - 60%, hentar því starfið vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeina börnum og ungmennum í leik og starfi.
- Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga.
- Góð samvinna og samráð við börn, unglinga og samstarfsfólk.
- Góð samskipti og samstarf við foreldra og aðra sem koma að starfi Óðals.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi að vinna með börnum og unglingum
- Færni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur til starfsmanna
- Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Gunnlaugsgata 8, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)
Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi í Félagsmiðstöð – Kringlumýri
Kringlumýri frístundamiðstöð
Störf í Félagsmiðstöð fyrir unglinga 10-16 ára
Kringlumýri frístundamiðstöð
Frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli
Teacher of Computing and Digital Literacy from February
Landakotsskóli
Litlu Ásar auglýa eftir leikskólakennurum eða leikskólaliða
Hjallastefnan
Starfsfólk við leikskólann Lyngholt
Fjarðabyggð
Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli
Laus staða í Marbakka
Leikskólinn Marbakki
Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Kennari eða leiðbeinandi með reynslu
Leikskólinn Borg